Ingvar Jóhannesson, Skotta og Lappi

Jónas Erlendsson

Ingvar Jóhannesson, Skotta og Lappi

Kaupa Í körfu

Á Höfðabrekku í Mýrdal er verið að stækka hótelið og ganga byggingarframkvæmdir mjög vel, grunnurinn er tilbúinn og platan steypt. Áður en platan var steypt var gengið frá hitalögnum í allt gólfið en hita á hótelið með heitu vatni sem flæðir upp úr holu sem var boruð á Höfðabrekku í fyrravetur og skilaði um 40 gráða heitu vatni. Lagnaþjónustan á Selfossi sá um að leggja hitalagnirnar sem eru heilmikið röravirki um allan grunninn. Ingvar Jóhannesson var að aðstoða starfsmenn Lagnaþjónustunnar við verkið. Um leið og Ingvar leit upp til að heilsa fréttaritara komu báðir heimilishundarnir hlaupandi og vildu fá athygli. MYNDATEXTI: Ingvar Jóhannesson ásamt Skottu og Lappa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar