Ráðstefna Landsbankans-Landsbréfa

Jim Smart

Ráðstefna Landsbankans-Landsbréfa

Kaupa Í körfu

Ráðstefna um hlutabréfamarkaðinn Félög í úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands eru að meðaltali ekki verðlögð marktækt hærra en þau sem eru utan vísitölunnar. Hlutabréf þeirra eru hins vegar seljanlegri en hlutabréf annarra. Þetta kom fram í máli Sigurðar Atla Jónssonar, framkvæmdastjóra Landsbréfa, á ráðstefnu Landsbankans-Landsbréfa í fyrradag um framtíð hlutabréfamarkaðarins. Hann sagði að svo virtist sem verðlagning á hlutabréfamarkaði hér á landi væri hófleg. Landsbréf spá því að úrvalsvísitalan muni hækka um 10% á næstu tólf mánuðum. MYNDATEXTI: Frá ráðstefnu Landsbankans-Landsbréfa. Samkvæmt könnun Landsbréfa eiga einstaklingar um 10% í íslenskum almenningshlutabréfum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar