Stella og Rósa Sigrún

Stella og Rósa Sigrún

Kaupa Í körfu

Tvær sýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39, í dag, laugardag, kl. 16, Minni og Flugufótur. Á efri hæð sýnir Rósa Sigrún Jónsdóttir verkið Minni og er efniviðurinn smáhlutir sem hún hefur tekið úr náttúrunni á ferðalögum sínum um hálendi Íslands. Verk Rósu eru gjarnan rýmisinnsetningar eða tengjast sérstaklega aðstæðum á hverjum stað. Handverk kvenna er henni handgengið og hún flækist mikið um hálendi Íslands og gætir þess í verkum hennar. MYNDATEXTI: Stella og Rósa Sigrún líta upp frá verkum sínum í Skugga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar