Vigdís Jónsdóttir Alþingi 2002
Kaupa Í körfu
Fimmtíu ár frá því að Alþingi hóf að nota hljóðupptökur til að skrásetja ræður þingmanna Gott að hafa söguna í heiðri HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, opnaði sýningu á munum og skjölum úr vörslu Alþingis síðdegis í gær, en tilefni sýningarinnar er það að fimmtíu ár eru liðin frá því að Alþingi hóf að nota hljóðupptökur til að skrásetja ræður þingmanna. Sýningin er haldin í nýja Alþingisskálanum og er opin almenningi til 13. desember nk. "Íslendingar hafa alltaf verið fljótir að tileinka sér tækninýjungar og 1. október 1952 varð Alþingi fyrst þinga í Evrópu til að treysta eingöngu á hljóðupptökur í stað þingskrifara við útgáfu ræðuhluta Alþingistíðinda þegar tekin voru í notkun hljóðupptökutæki sem keypt höfðu verið í Bandaríkjunum sama ár," segir í fréttatilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Ræðurnar voru með öðrum orðum teknar upp á segulband og síðan vélritaðar eftir böndunum fyrir birtar í Alþingistíðindum. MYNDATEXTI: Vigdís Jónsdóttir, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis, segir að þingmenn hafi kvartað yfir því að ýmislegt skolaðist til í Alþingistíðindum þegar þingskrifarar sáu um að skrá niður ræðurnar. Til að ráða bót á þessu var keypt vélrænt upptökutæki.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir