Uppselt er á tónleika Nicks Caves

Uppselt er á tónleika Nicks Caves

Kaupa Í körfu

Uppselt er á tónleika breska tónlistarmannsins Nicks Caves sem verða á Broadway 9. desember. Miðasala hófst klukkan 13.00 í gær og 700 miðar sem voru til sölu hjá Japis á Laugavegi seldust upp á 50 mínútum og 300 miðar seldust upp á 25 mínútum í Japis í Brautarholti. Þegar sölu var hætt var enn löng röð framan við Japis á Laugavegi og þegar mest var náði röðin upp á Klapparstíg. Myndtexti: Beðið eftir miðum á tónleika Nick Cave.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar