Norræn handverkssýning
Kaupa Í körfu
NÚ stendur yfir vestnorræn handverkssýning í Laugardalshöll. Þetta er einn stærsti liðurinn í vestnorrænu samstarfi ársins 2002 en að því koma Ísland, Færeyjar og Grænland. Sýningin hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudag kl. 18. Munir á handverkssýningunni koma frá öllum þremur löndunum en góð tengsl hafa myndast milli handverksfólks í þessum þremur löndum á undanförnum árum. Með sýningunni er ætlunin að útvíkka hin vestnorrænu tengsl á handverkssviðinu en auk sýnenda frá löndunum þremur koma þátttakendur frá hinum Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum og Kanada. Alls verða því sýndir munir handverksfólks frá tólf þjóðlöndum, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Kanada. Alls sýna um 140 manns, þar af 65 frá Íslandi. Myndatexti Útprjónaðir "brúðgumavettlingar" frá Lettlandi. Albine Sproge prjónaði þá en hún hefur unnið við handverk alla ævi. Í Lettlandi er hefð fyrir því að brúðgumi noti svona vettlinga við giftingarathöfn.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir