Pétur Már Ólafsson og Davíð Oddsson

Pétur Már Ólafsson og Davíð Oddsson

Kaupa Í körfu

Davíð Oddsson á ekki von á að nýútkomið smásagnasafn sitt valdi pólitískum úlfaþyt Önnur bók Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og rithöfundar, smásagnasafnið Stolið frá höfundi stafrófsins, kom út í gær. Bókin hefur að geyma átta smásögur sem Davíð segir allar mjög ólíkar, sumar þeirra byggist á raunverulegum atburðum en aðrar séu hreinn heilaspuni. MYNDATEXTI: Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri Vöku-Helgafells, og Davíð Oddsson kynntu bókina á blaðamannafundi í Iðnó. Davíð segir að sögurnar í nýútkomnu smásagnasafni sínu séu mjög ólíkar. Sum atvik og persónur eigi sér stoð í raunveruleikanum. "En ég tek fram að þetta eru sögur, þótt maður noti eitthvað af því sem maður hefur upplifað þá breytir maður þessu öllu saman og færir mjög í stílinn."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar