Travis Engen, aðalforstjóri Alcan

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Travis Engen, aðalforstjóri Alcan

Kaupa Í körfu

Erum ánægðir með rekstur Alcan á Íslandi Travis Engen tók við starfi aðalforstjóra Alcan í fyrravor. Arnór Gísli Ólafsson hitti Engen í gær og ræddi við hann um reksturinn í Straumsvík, möguleika á stækkun álversins og umhverfismál. ALCAN er annað stærsta álfyrirtæki heimsins en velta þess losaði jafnvirði 1.000 milljarða íslenskra króna í fyrra og starfsmenn þess eru um 48 þúsund í 38 löndum. Travis Engen, aðalforstjóri og æðsti yfirmaður Alcan, segir að þótt yfirbragð heimsóknarinnar virðist kurteislegt séu raunverulegar kurteisisheimsóknir fátíðar í þessum geira; hann hafi m.a. viljað kynnast starfsemi Alcan á Íslandi (ISAL) af eigin raun og kynna sér betur möguleg tækifæri fyrir Alcan hér á landi. Engen er 58 ára gamall, fæddur í Kaliforníu og lauk háskólaprófi í flugvélaverkfræði frá MIT. ENGINN MYNDTEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar