Tankar fluttir í skip - Guðrún Gísladóttur KE 15

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tankar fluttir í skip - Guðrún Gísladóttur KE 15

Kaupa Í körfu

Björgunarleiðangur Guðrúnar Gísladóttur leggur í hann í dag frá Helguvík Hefur aldrei áður flutt annan eins farm ÁTTA tankar sem verða notaðir til að lyfta Guðrúnu Gísladóttur KE 15 af hafsbotni, sem sökk við Lófóten í N-Noregi í sumar, voru hífðir um borð í norskt flutningaskip í Helguvík í gær. Skipið leggur af stað áleiðis til Noregs í dag. Þá er stefnt að því að nóta- og netaskipið Stakkanes, sem hefur verið leigt frá Ísafirði vegna björgunarinnar, leggi af stað til Noregs í kvöld með sex Íslendinga innanborðs af tólf sem munu koma að björguninni. Stefnt er að því að Guðrún Gísladóttir verði komin til hafnar í Noregi fyrir jól. MYNDATEXTI: Tankur af minni gerðinni hífður yfir í Sveanord í Helguvík í gær. Í bakgrunni má sjá stærri gerð tankanna, sem vega 25 tonn hver og eru 25 metra langir. Þeim verður sökkt niður til skipsins og þeir festir við skipið. Vatni verður síðan hleypt úr tönkunum þannig að þeir lyftist aftur upp á yfirborð sjávar og taki skipið með sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar