Hjalti Þór Þorkelsson

Sverrir Vilhelmsson

Hjalti Þór Þorkelsson

Kaupa Í körfu

Bókasafn sem byggir á sögu Vesturbær HAUSTIÐ 1896 byrjuðu Jósefssystur að kenna börnum í gömlu timburhúsi við Túngötuna eftir að hafa byggt ofan á það af þessu tilefni. Þær voru þá nýkomnar til landsins og nemendurnir voru ekki ýkja margir til að byrja með, aðeins fimm talsins. Smám saman jókst starfsemin og varð að fullburða skóla sem í dag er þekktur sem Landakotsskóli. Þrátt fyrir þessa löngu sögu hefur skólinn ekki haft yfir bókasafni að ráða fyrr en nú en á sunnudag verður bókasafn skólans tekið í notkun. Það skemmtilega við það er að safnið verður einmitt í sama húsi og þær Jósefssystur hófu starfsemi sína í fyrir rúmum 106 árum. Það er því óhætt að segja að safnið byggi á sögu skólans frá upphafi. MYNDATEXTI: Séra Hjalti Þór Þorkelsson, skólastjóri Landakotsskóla, í nýju bókasafni en það hefur aðsetur í gömlu húsi sem hefur verið mikilvægt í sögu skólans. (Hjalti Þór Þorkelsson skólastjóri Landakotsskóla í nýju bókasafni)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar