Regnbogabörn - Gamla bókasafnið í Hafnarfirði

Þorkell Þorkelsson

Regnbogabörn - Gamla bókasafnið í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Regnbogabörn fá gamla bókasafnið VÍFILFELL hefur keypt bókhlöðuna við Mjóasund í Hafnarfirði af Hafnarfjarðarbæ og afhent hana samtökunum Regnbogabörnum til afnota. Það voru Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem undirrituðu kaupsamninginn í gær. Í fréttatilkynningu frá Regnbogabörnum kemur fram að kaupverð hússins sé 26 milljónir króna. Vífilfell afhenti að lokinni samningsundirrituninni Regnbogabörnum húsið til afnota. MYNDATEXTI: Vífilfell kaupir hús fyrir Regnbogabörn, gamla bókasafnið í Hafnarfirði. (Vífilfell kaupir hús fyrir Regnbogabörn Gamla bókasafnið í Hafnarfirði.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar