Íþróttasamband lögreglumanna - Elli eldfluga

Jim Smart

Íþróttasamband lögreglumanna - Elli eldfluga

Kaupa Í körfu

Elli eldfluga kominn til að kenna börnum umferðarreglur ELLI eldfluga, útsendari úr heimi skordýranna sem fylgist með umferð og umferðarfræðslu, er kominn hingað til lands til að sinna sérstöku verkefni. Elli er af sérstakri bjöllutegund sem lýsir í myrkrinu og á Netinu kennir hann börnum hvernig þau eigi að vara sig í umferðinni. Á heimasíðu Ella eldflugu, www.eldflugan.is, segir hann að eftirlitsmaur, nýkominn úr njósnaför á Íslandi, hafi bankað upp á heima hjá honum fyrir nokkrum vikum. Maurinn hafi verið sendur til að kynna sér stöðu umferðarmála á Íslandi á vegum Alþjóðlegs umferðareftirlits maura við mannabústaði (AUMVM) og eftir að hann hafi komist að því hversu mörg börn slasist í umferðinni árlega hafi hann ákveðið að leita liðsinnis Ella. MYNDATEXTI: Óskar Bjartmarz, formaður Íþróttasambands lögreglumanna, er örugglega að kíkja á heimasíðu Ella eldflugu sem er: www.eldflugan.is.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar