Sólvallagata 80 til 84, nýbygging

Þorkell Þorkelsson

Sólvallagata 80 til 84, nýbygging

Kaupa Í körfu

NÝJAR íbúðir í grónum hverfum hafa gjarnan ýmsa kosti sem nýjar íbúðir í nýhverfunum skortir. Í grónum hverfum er flest þjónusta þegar til staðar. Skólar, íþróttamannvirki, verzlanir og önnur nútímaþjónusta eru þegar fyrir hendi og sá frumbýlisháttur, sem stundum einkennir nýhverfin, er löngu horfin Myndatexti: Útlitsteikning af nýbyggingunni, sem nú er að rísa við Sólvallagötu 80. Í henni verða 37 íbúðir. Nýbyggingin verður fimm hæðir, þar sem hún er hæst, fjórar íbúðarhæðir ofan á jarðhæðinni, en þar verður verzlunar- og þjónustuhúsnæði í þeim hluta, sem snýr að Ánanaustum. Við hliðina verður bílahús með bílastæðum fyrir nær allar íbúðirnar. Byggingarfélagið Gissur og Pálmi ehf. byggir húsið, en hönnuður er Jón Guðmundsson arkitekt. Íbúðirnar eru til sölu hjá Valhöll.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar