Jólaljósaseríur

Jim Smart

Jólaljósaseríur

Kaupa Í körfu

Ljósaseríurnar má nú orðið sjá á ólíklegustu stöðum í híbýlum fólks, hangandi á rúmstokknum, í hrúgu ofan í glervasa, liggjandi á kvöldverðarborðinu. Þær eru líka látnar hanga neðan úr loftinu og niður á gólf og virka þá eins og lampi. Við fréttum af karli sem var að flytja inn í nýja íbúð og vantaði ljós á salernið og notaðist lengi vel við marglita ljósaseríu sem salernisljós. Myndatexti: Hér svífur gamli tíminn yfir vötnum. Í skreytinguna sem er frá Blómavali er notað greni og könglar og hún lýst upp með hefðbundinni jólalaseríu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar