María Björg Gunnarsdóttir

María Björg Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

MARÍA ólst upp í Fornahvammi í Norðurárdal og fór snemma að veiða rjúpur með föður sínum, Gunnari Guðmundssyni hótelhaldara í Fornahvammi. "Ég hef stundað rjúpnaskyttirí í rúm þrjátíu ár," segir hún. "Ég er alin upp við veiðar og fékk þessa dellu á uppvaxtarárunum." Dellan er greinilega smitandi því María fer ásamt manni sínum Sigurgeiri Sigurgeirssyni til rjúpna á hverju hausti. "Við tökum alltaf hluta af sumarfríinu á haustin og erum þá í sumarbústað, sem við eigum í Borgarfirði," segir hún. "Þá förum við til fjalla þegar vel viðrar og okkur hentar og stundum er Einar sonur okkar með en hann byrjaði að labba með okkur á tólfta ári og hafði þá þegar gott auga fyrir fuglum Myndatexti: Innbökuð hreindýralund með villisveppum og rifsberjum ásamt meðlæti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar