Katrín Harðardóttir

Jim Smart

Katrín Harðardóttir

Kaupa Í körfu

Kornbrauðshleifur með hnetusósu er jólasteikin á heimili Katrínar Harðardóttur en þar er hvorki kjöt né fiskur á borðum um jólin. MÉR HEFUR alltaf þótt gaman að elda og jólamaturinn er engin undantekning," segir Katrín Harðardóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal, en fjölskyldan borðar ekki kjöt og fisk og því eru það grænmetisréttir sem eru á borðum á jólum. "Ef ég hefði ekki gerst dýralæknir væri ég örugglega kokkur. Við erum reyndar svona flest í fjölskyldunni, eldamennskan á vel við okkur." Katrín segist lítil sætindakona en þeim mun meira fyrir góðan mat. Hún segist vera skorpumanneskja í eldamennsku og núna eldar hún mikið mat frá Mið-Austurlöndum og svo eiga smjördeigsréttir upp á pallborðið. Myndatexti: Kristján Jónasson og Katrín Harðardóttir ásamt börnunum sínum, Kára og Kötlu, svo og hundinum Missý.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar