Hafnarborg

Jim Smart

Hafnarborg

Kaupa Í körfu

Tvær samsýningar verða opnaðar í Hafnarborg í dag kl. 15, annars vegar sýningin Samspil og hins vegar Sambönd Íslands. Það eru fimm listakonur sem eiga verk á sýningunni Samspil: Bryndís Jónsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Kristín Geirsdóttir Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Þær koma einnig að sýninguninni Sambönd Íslands því þar má sjá verk 70 listamanna sem tengjast þeim á einhvern hátt. Magdalena Margrét er umsjónarmaður sýningarinnar og nýtur aðstoðar hinna listakvennanna. Myndatexti: Bryndís Ólafsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir og Ása Ólafsdóttir í Hafnarborg. Í bakgrunni eru verk Magdalenu Margrétar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar