Höfðaskóla færðar gjafir

Höfðaskóla færðar gjafir

Kaupa Í körfu

Góðir gestir komu færandi hendi í heimsókn í Höfðaskóla nýlega. Þar var um að ræða Jóel Kristjánsson, framkvæmdastjóra Skagstrendings hf., og Finn Kristinsson úr stjórn Starfsmannafélags Arnars Hu 1. Jóel afhenti skólanum, fyrir hönd Skagstrendings hf., 16 nýjar tölvur af bestu gerð í tölvuver skólans, fjóra hágæðaprentara, tvær fartölvur, skjávarpa og stafræna myndavél, allt í mjög háum gæðaflokki. Auk þess fylgdu með ýmis jaðartæki sem tilheyra ofangreindum búnaði. Finnur afhenti skólanum að gjöf við sama tækifæri stafræna upptökuvél af fullkomnustu gerð frá starfsmannafélagi Arnars Hu 1. Má áætla að samanlagt verðmæti gjafanna sem þeir félagar afhentu sé ekki undir 3,5 milljónum króna. MYNDATEXTI: Eftir afhendingu gjafanna til Höfðaskóla. Frá vinstri á myndinni: Finnur Kristinsson, Stella Kristjánsdóttir og Jóel Kristjánsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar