Loðnuveiðar

Friðþjófur Helgason

Loðnuveiðar

Kaupa Í körfu

SJÁVARÚTVEGSTENGD menntun hefur átt mjög undir högg að sækja hér á landi á undanförnum árum. Aðsókn að t.d. Stýrimannaskólanum í Reykjavík og Vélskóla Íslands hefur minnkað, sem og að sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri. Þá var starfsemi Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði hætt vorið 2001 vegna dræmrar aðsóknar. Eins hafa nokkrir framhaldsskólar á landinu boðið upp á sérstakar sjávarútvegsbrautir en á undanförnum árum hefur aðsóknin að þessum námsbrautum verið afar dræm, nánast engin. Þó má geta þess að Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur haldið úti námsbraut í netagerð og er skólinn nú kjarnaskóli í veiðarfæragerð á landinu og hefur aðsókn að honum verið góð. Þá hafa fjölmargir framhaldsskólar staðið að námskeiðum til 30 brúttótonna skipstjórnarréttinda eða hins svokallaða pungaprófs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar