Nýtt orgel í Laugarneskirkju

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nýtt orgel í Laugarneskirkju

Kaupa Í körfu

28 radda orgel eftir Björgvin Tómasson vígt í Laugarneskirkju Nýtt orgel Laugarneskirkju verður vígt við messu kl. 11.00 á morgun. Orgelið smíðaði Björgvin Tómasson, orgelsmiður í Mosfellsbæ. Fullbúið verður það með 28 raddir ásamt klukkuspili. Vígslutónleikar verða í kirkjunni kl. 16, en þá leika organisti kirkjunnar, Gunnar Gunnarsson, og Sigurður Flosason saxófónleikari nýtt efni, sálma og ættjarðarlög í eigin útsetningum, en í þeim er lögð áhersla annars vegar á spuna en hins vegar á fjölbreytilega nálgun að viðfangsefnunum. MYNDATEXTI: Sigurður Flosason, Gunnar Gunnarsson og Björgvin Tómasson við nýja orgelið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar