Nína Arnarsdóttir, 12 ára nemandi

Kristján Kristjánsson

Nína Arnarsdóttir, 12 ára nemandi

Kaupa Í körfu

Nína Arnarsdóttir, 12 ára nemandi við Brekkuskóla á Akureyri, kom heldur betur færandi hendi á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gærmorgun, en þá afhenti hún deildinni 550 þúsund krónur að gjöf. Upphæðina vann hún í spurningaleiknum Viltu vinna milljón? á Stöð 2, en hún keppti í svokallaðri Barnamessu þar sem börn keppa í þættinum og vinningarnir renna til góðgerðarmála. Þetta er hæsta upphæð sem barn hefur unnið í þessum leik til þessa. Myndatexti: Þorsteinn J. Vilhjálmsson umsjónarmaður spurningaþáttarins t.h. Nína Arnarsdóttir, Magnús Stefánsson yfirlæknir barnadeildar og Guðrún Gyða Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar