Góði hirðirinn

Góði hirðirinn

Kaupa Í körfu

Það er stundum biðröð við nytjamarkaðinn Góða hirðinn, þegar opnað er í hádeginu. Fyrir utan bíður fólk sem er komið til að gera góð kaup. Innan dyra kennir margra grasa en varningurinn kemur úr nytjagámum sem eru á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu. "Það koma til okkar tveir flutningabílar fullir af varningi tvisvar í viku," segir Sólrún Trausta Auðunsdóttir, kölluð Sóla, sem er verslunarstjóri. "Hingað koma um 4.000 kúnnar mánaðarlega og við afgreiðum um það bil 10.000 hluti í hverjum mánuði," segir hún og er greinilega með tölfræðina á hreinu. "Þegar þú kemur í Góða hirðinn skaltu gera ráð fyrir að staldra við í þrjá tíma," bætir hún við. Myndatexti: Hrafnkell Brynjarsson og Sólrún Trausta Auðunsdóttir, starfsmenn í Góða hirðinum, með hluti sem þau gætu hugsað sér að gefa til jólagjafa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar