Björgvin við bryggju í Sandgerði

Reynir Sveinsson

Björgvin við bryggju í Sandgerði

Kaupa Í körfu

Nýjasta skip íslenska kaupskipaflotans heitir Björgvin, eftir föður og afa eigenda þess, Björgvins frá Háteigi í Garði. Skipið verður notað til að flytja inn þorskhausa fyrir fiskverkunina Háteig í Garði auk annars tilfallandi flutnings. Skipið kom í fyrsta skipti til landsins seint á laugardagskvöldið með um 60 tonn af hausum frá Skotlandi sem landað var í Sandgerði og var áætlað að það færi þaðan aftur í dag. Feðgarnir Magnús Björgvinsson og Matthías Magnússon notuðu tímann til að útbúa skipið þannig að hægt væri að skrá það á íslenska skipaskrá. MYNDATEXTI: Flutningaskipið Björgvin kom til hafnar í Sandgerði um helgina, í fyrsta skipti. Þar var skipað upp hausum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar