Miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins

Miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins

Kaupa Í körfu

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fjallar um prófkjörið í Norðvesturkjördæmi Telur sig ekki geta gripið inn í málið að svo stöddu MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins getur ekki á þessu stigi gripið inn í samhljóða og ágreiningslausar ákvarðanir kjörnefndar og stjórnar kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir prófkjör flokksins í haust. Kjördæmisráð á enn eftir að fjalla endanlega um uppstillingu og miðstjórn þarf formlega að samþykkja hvort listinn verði að því loknu lagður fram í nafni Sjálfstæðisflokksins. MYNDATEXTI: Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde, ræðast við fyrir miðstjórnarfundinn í gær. Í forgrunni eru Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og Kristján Guðmundsson, formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar