Gísli og Arnar Helgi - Bumsquad og Bæjarins bestu

Jim Smart

Gísli og Arnar Helgi - Bumsquad og Bæjarins bestu

Kaupa Í körfu

Bumsquad og Bæjarins bestu eru nýjar hiphopplötur Ungt og fordómalaust Í HIPHOPFLÓÐINU fyrir jól eru tvær plötur sem eiga sér óvenjulegan aðdraganda; fyrir tveimur mánuðum kviknaði hugmynd að setja saman safnplötu með íslensku hiphopi og áður en varði var sú plata tilbúin, Bumsquad , og ekki bara safnplata heldur líka breiðskífa með Bæjarins bestu; allt unnið á innan við tveimur mánuðum. Þær koma báðar út í vikunni. Þeir Gísli Gunnarsson og Arnar Helgi Aðalsteinsson hafa starfað saman að þessu plötum en Gísli rekur útgáfuna Castor og Pollux en Arnar hljóðverið Desibel hljóðvinnslu. MYNDATEXTI: Gísli og Arnar Helgi gefa út Bumsquad og Bæjarins bestu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar