Birgitta Haukdal - Írafár

Birgitta Haukdal - Írafár

Kaupa Í körfu

Yfirburðir! ÍRAFÁR ber höfuð og herðar yfir alla aðra hvað viðkemur plötusölu um þessar mundir. Plata þeirra Allt sem ég sé er sú söluhæsta á Íslandi þriðju vikuna í röð og seldist þrisvar sinnum betur í liðinni viku en næsta plata á eftir, Sól að Morgni með Bubba. Á dögunum fengu Birgitta og liðsmenn hennar afhenta gullplötu frá útgefendum sínum, sem minnismerki um að þá höfðu 5 þúsund eintök verið sett í dreifingu en miðað við haldbærar sölutölur frá helstu sölustöðum geislaplatna í landinu undanfarnar vikur má ætla að það magn sé nú fokið út. ENGINN MYNDTEXTI. (Írafár)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar