Safnaðarheimili Dómkirkju

Halldór Kolbeins

Safnaðarheimili Dómkirkju

Kaupa Í körfu

Viðurkenning fyrir að sýna afgerandi viðspyrnu gegn klámvæðingunni var í gær veitt Guðrúnu Gunnarsdóttur sjónvarpskonu á Stöð 2. Það var samráðshópur um að styrkja heilbrigðan lífsstíl barna og unglinga sem veitti viðurkenninguna. Guðrún, sem er einn umsjónarmanna þáttarins Ísland í dag á Stöð 2, neitaði að taka viðtal við klámmyndaleikarann Ron Jeremy þegar hann kom hingað til lands í lok október í tengslum við sýningu á heimildamynd um líf hans og störf. Myndatexti: Guðrún Gunnarsdóttir tók við skjalinu úr hendi Bergþóru Valsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar