Geðrækt

Sverrir Vilhelmsson

Geðrækt

Kaupa Í körfu

Allir þingmenn fá afhenta svonefnda geðræktarkassa í dag í tengslum við þriggja ára forvarnar- og fræðsluverkefni Geðræktar, sem lýkur á næsta ári. Verkefnisstjóri Geðræktar, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, segir að geðræktarkassinn komi að notum þegar neikvæðar hugsanir leita á hugann og geti hann gegnt svipuðu hlutverki og sjúkrakassi heimilisins. Þannig megi leita í geðræktarkassann við minniháttar áföll, t.d. eftir erfiðan dag, rifrildi eða skammir. Innihald kassans er tómt við afhendingu og kemur það í hlut eigenda hans að setja í hann nytsama hluti til verndar geðheilsunni. Myndatexti: Geðræktarkassarnir í vinnslu fyrir alþingismenn en kassarnir verða afhentir í dag. Elín Ebba Ásmundsdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir á vinnustofu Geðhjálpar við Túngötu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar