Helgi Kristófersson

Jim Smart

Helgi Kristófersson

Kaupa Í körfu

Á HVERJUM degi mæta rúmlega 50 starfsmenn Múlalundar galvaskir til vinnu. Þeir taka til við iðju sína við að sérvinna eða framleiða staðlaða framleiðslu, alls kyns hluti sem nýtast á skrifstofum landsmanna, t.d. Egla bréfabindi sem er þekktasta framleiðsluvara Múlalundar. En Múlalundur er enginn venjulegur vinnustaður, þar starfa dagsdaglega 34 fatlaðir einstaklingar í 20 stöðugildum og eru því ýmist í 50-100% störfum. Margir hafa lent í slysum eða glíma við veikindi af einhverjum toga og hafa af ýmsum ástæðum ekki farið út á hinn almenna vinnumarkað. Myndatexti: Helgi Kristófersson framkvæmdastjóri segir engan vafa leika á því að Múlalundur sé þjóðhagslega hagkvæmur vinnustaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar