Sunnlenskir vísindastyrkir afhentir

Sigurður Jónsson

Sunnlenskir vísindastyrkir afhentir

Kaupa Í körfu

Styrkir úr vísindasjóði Fræðslunets Suðurlands voru afhentir við hátíðlega athöfn 13. desember á Hótel Selfossi. Alls bárust átta umsóknir um styrki úr sjóðnum að þessu sinni, umsóknarfrestur rann út 20. nóvember 2002 en þetta er í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Niðurstaða sérstakrar matsnefndar var sú að Náms- og rannsóknarstyrk Fræðslunets Suðurlands árið 2002 að upphæð 500.000 kr. hlýtur Ríkey Hlín Sævarsdóttir fyrir BS-verkefni sitt í jarðfræði við Háskóla Íslands, en það nefnist Grunnvatn og vatnajarðfræði Skaftársvæðisins. Viðbótarstyrk að upphæð 250.000 kr. hlýtur Þórhildur Ólöf Helgadóttir fyrir lokaverkefni sitt til cand. oecon.-gráðu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, en það nefnist Orkugarður á Reykjum í Ölfusi, tæknigarður og frumkvöðlasetur. Það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti styrkina. MYNDATEXTI: Fjöldi gesta var við afhendingu vísindastyrkjanna sem veittir voru úr vísindasjóði Fræðslunets Suðurlands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar