Barnamessa í Dómkirkjunni

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Barnamessa í Dómkirkjunni

Kaupa Í körfu

Heyrið þið þegar Jesú talar við ykkur?" spyr Hans Guðberg Alfreðsson, æskulýðsfulltrúi í barnastund á Dómkirkjuloftinu. "Ég hef gert það," segir einn drengurinn ákafur. Og blaðamaður sperrir eyrun. "Nú, og hvað sagði hann?" spyr Hans. "Ég man það ekki," svarar drengurinn og yppir öxlum. Á hverjum sunnudegi er barnastund á Dómkirkjuloftinu undir handleiðslu Hans og Maríu Ellingsen leikkonu. Öll fjölskyldan byrjar niðri í messunni, en eftir fyrstu fimm mínúturnar trítla börnin upp á loft, oft með öðru foreldranna, og hlýða á messu sem höfðar meira til þeirra. Myndatexti: Besta leiðin til að ná til barnanna er í gegnum sönginn, að sögn Maríu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar