Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Kaupa Í körfu

Nú fyrir jólin kom út hjá Skálholtsútgáfunni barnabókin Jólahreingerning englanna. Þar segir af englunum Trú, Von og Kærleika sem eru í vinnu hjá Guði. Hann hefur falið þeim það erfiða verkefni að taka til í veröldinni fyrir jólin, en þar úir allt og grúir af alls konar leiðindaverum, sem gera fólk fúlt, frekt, óþekkt, latt og kjánalegt svo dæmi séu nefnd. Englarnir nota hina góðu eiginleika sína til að reka þessa leiðindipúka og frekjudósir í burtu, svo að allir geti átt friðsæl og gleðileg jól.Höfundur bókarinnar er Elín Elísabet Jóhannsdóttir en hún starfar m.a. sem æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju. Elín er kennari að mennt og hefur unnið að námsefnisgerð fyrir börn um margra ára skeið. Hún ritstýrði unglingablaðinu Smelli og barnablaðinu Æskunni um skeið og hefur áður sent frá sér barna- og unglingabókina Einn dagur - þúsund ár: Sagan af Snorra og Eddu sem út kom árið 2000, og bókina Skrefi á undan sem hefur að geyma leiðbeiningar til foreldra um forvarnir fyrir börn í ákveðnum áhættuhópum. Myndatexti: Elín Elísabet Jóhannsdóttir sendir frá sér barnabókina Jólahreingerning englanna fyrir þessi jól.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar