Kópur BA 175

Finnur Pétursson

Kópur BA 175

Kaupa Í körfu

NÝTT skip hefur bætzt í flota Tálknfirðinga. Það er Kópur BA 175. Þórsberg ehf. er búið að kaupa skipið og kemur það sennilega í stað Maríu Júlíu BA 36, sem verið hefur í eigu Þórsbergs um árabil. Margir kannast við Maríu Júlíu sem sjúkra- og björgunarskip og síðar varðskip. Saga skipsins er mjög merk, en María var smíðuð í Danmörku sem björgunarskip fyrir Vestfirði, með aðsetur á Ísafirði. Hún er tréskip, smíðuð úr sérvöldum viði og annálað sjóskip. MYNDATEXTI: Tekið á móti endanum. Kópur BA kemur til heimahafnar á Tálknafirði. mynd kom ekki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar