About Fish

Morgunblaðið/RAX

About Fish

Kaupa Í körfu

SYNDSAMLEGAR fiskisúpur, harðfiskur í smjörvímu, stóreygðir laxahausar með sítrónu í kjafti, tælandi rækjur og síld með gamla laginu eru meðal margra uppskrifta af sjávarréttum í bókinni About Fish. Þótt bókin um fiskinn hafi upphaflega verið hugsuð sem uppskriftabók, óx henni svo fiskur um hrygg á tíu mánaða vinnsluferli að útkoman varð fantasía um fiskinn í öllum sínum margbreytileika fyrr og nú. Nokkurs konar þemabók um fiskinn. Hugmyndasmiðirnir og útgefendurnir Áslaug Snorradóttir ljósmyndari og Kristín Björgvinsdóttir útlitshönnuður taka fyrir íslenska sjávarhætti frá alls konar sjónarhornum; menningarlegum, matarlegum og tískulegum, svo dæmi séu tekin. Útkoman er meira í ætt við listaverkabók en uppskriftabók, enda eru ljósmyndir, uppstillingar, framsetning, efnistök og útlit með allnýstárlegu móti. Myndatexti: Fiskistemmning hjá Áslaugu Snorradóttur, Kristínu Björgvinsdóttur og SIgrún Sigvaldadóttur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar