Eldri borgarar

Davíð Pétursson

Eldri borgarar

Kaupa Í körfu

ÞESSI mynd er tekin þegar hópur aldraðra úr Borgarfirði heimsótti Norræna húsið fyrir nokkru, en þar var drukkið kaffi og húsið skoðað undir leiðsögn Áslaugar Eiríksdóttur frá Geitsstöðum. Hressing í Norræna húsinu var vel þegin eftir tveggja tíma viðveru í Laugardalshöll og Vestnorræna handverkssýningin skoðuð. Að lokum hélt hópurinn í Háskólabíó og sá þar hina ágætu mynd Hafið sem skömmu áður hafði hlotið átta Edduverðlaun. Allir ferðafélagarnir voru sammála um, að deginum hefði verið vel varið, og héldu heim á leið kl. átta um kvöldið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar