Sjósundkappar á Seltjarnarnesi

Sjósundkappar á Seltjarnarnesi

Kaupa Í körfu

AÐSTAÐA fyrir þá sem stunda sjóböð úti fyrir Seltjarnarnesi var tekin í notkun í gær af Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra. Seltjarnarnesbær varð vel við þeirri beiðni Björns Rúrikssonar, athafnamanns og sundkappa, sem ásamt fleirum hefur stundað þarna sjóböð, að koma upp skýli við ströndina til að þurrka af sér áður en farið er í heitu pottana í sundlaug Seltjarnarness. Björn, annar f.h. á efri myndinni, sagði við Morgunblaðið að skýlið væri mikið fagnaðarefni og viðbrögð bæjarins til mikillar fyrirmyndar. Með Birni eru, f.v., Björn Ásgeir Guðmundsson, Jón Otti Gíslason og Kristinn Magnússon. Síðar kom Jóhannes Þórðarson til liðs við þá

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar