Gervijólatré á Punktinum
Kaupa Í körfu
Nú fyrir jólin hefur nokkur hópur fólks komið saman á handverks- og tómstundamiðstöðinni Punktinum á Akureyri til að búa til eða endurgera "jólatré bernsku sinnar". Sýning með sama heiti hefur svo staðið yfir á Punktinum þar sem gefur að líta fjölbreytt jólatré. Íslendingar fóru að skreyta heimili sín með jólatrjám á seinni hluta 19. aldar. Mörg þeirra voru heimagerð, unnin og skreytt úr efnivið sem til féll. Slík tré hurfu um miðja 20. öld, viku þá fyrir innfluttum jólatrjám. Starfsfólkið á Punktinum vildi endurvekja þessa gömlu hefð, sem var að falla í gleymsku og því var efnt til sýningarinnar og fólk hvatt til að koma og búa til jólatré bernsku sinnar. MYNDATEXTI: Gervijólatré sem búið var að hressa upp á á Punktinum. (Gervijólatré sem búið var að hressa upp á á Punktinum. Fremst er jólatré sem Sveinn Vigfússon frá Þverá í Skíðadal smíðaði en það er nú í eigu Vignis sonar hans. Hin trén smíðaði Jón Björnsson frá Dalvík 1942. Tréð t.v. var í notkun til ársins 1965 og á því voru rafmagnskertaljós. Það er nú í eigu Ágústínu G. Jónsdóttur. Tréð t.h. er í eigu Brynjars H. Jónssonar sonar Jóns smiðs og var jólatré fjölskyldunnar á Svertingsstöðum í Eyjafirði þar sem Brynjar ólst upp. )
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir