Jökull Guðmundsson smíðar gervijólatré
Kaupa Í körfu
Nú fyrir jólin hefur nokkur hópur fólks komið saman á handverks- og tómstundamiðstöðinni Punktinum á Akureyri til að búa til eða endurgera "jólatré bernsku sinnar". Sýning með sama heiti hefur svo staðið yfir á Punktinum þar sem gefur að líta fjölbreytt jólatré. Íslendingar fóru að skreyta heimili sín með jólatrjám á seinni hluta 19. aldar. Mörg þeirra voru heimagerð, unnin og skreytt úr efnivið sem til féll. Slík tré hurfu um miðja 20. öld, viku þá fyrir innfluttum jólatrjám. Starfsfólkið á Punktinum vildi endurvekja þessa gömlu hefð, sem var að falla í gleymsku og því var efnt til sýningarinnar og fólk hvatt til að koma og búa til jólatré bernsku sinnar. MYNDATEXTI: Jökull Guðmundsson smíðar jólatré að hætti föður síns. ( Jökull Guðmundsson var að smíða jólatré eins og karl faðir hans gerði. Hann átti eftir að vefja greinarnar með grænum kreppappír og skreyta það. "Þetta verður tré eins og ég ólst upp við. Ég lofa því ekki að hætta með lifandi tré en þetta verður jólatréð í ár." )
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir