Mannmergð í miðbænum

Júlíus Sigurjónsson, julius@mbl.is

Mannmergð í miðbænum

Kaupa Í körfu

VIÐ þurftum aðeins að bregða okkur úr bílnum til þess að sinna smáverkefni og okkur þótti ekki taka því að fara í jakkana. Það var svo hlýtt úti og mælirinn í bílnum hjá okkur sýndi tíu stiga hita," sagði Pétur Guðmundsson, útivarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, en hann og Eiríkur Rafn voru við eftirlit á Laugaveginum. "Það er mjög margt fólk í bænum, búið að loka flestum hliðargötum og Laugavegurinn bara orðinn göngugata. Það er mjög fín stemning, létt yfir fólki og hálfgert Majorka-veður í Reykjavík." Myndatexti: Pétur Guðmundsson útivarðstjóri og Eiríkur Rafn Rafnsson lögreglumaður voru léttklæddir og skapléttir við eftirlit í mannmergðinni í miðbænum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar