Flugeldasala Hjálparsveitar skáta

Jim Smart

Flugeldasala Hjálparsveitar skáta

Kaupa Í körfu

Þegar hefðbundnum jólahátíðisdögum lýkur með tilheyrandi góðgæti í mat og drykk tekur hið langþráða sprengitímabil við með sölu á flugeldum. Margir hafa án efa beðið þess með mikilli eftirvæntingu að koma höndum yfir púðrið þótt inni á milli séu alltaf einhverjir sem hugsa til þess með skelfingarsvip eða láta sér nægja að fylgjast með úr fjarlægð og halda þéttingsfast um budduna. Þessi mynd var tekin í Mjódd þar sem sjálfboðaliðar á vegum Hjálparsveitarinnar voru í óðaönn að koma upp flugeldasölubás sem verður opnaður á hádegi í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar