Í kirkju

Þorkell Þorkelsson

Í kirkju

Kaupa Í körfu

KIRKJUSÓKN um jólin var mjög góð í Reykjavík og raunar víða um land að sögn sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Segir hann sóknina jafnvel meiri en undanfarin ár og hafi gott veður alls staðar átt sinn þátt í því, svo og aukin fjölbreytni í hvers konar helgihaldi kirkjunnar um jólahátíðina. Á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð á annað hundrað athafnir í kirkjum og heilbrigðisstofnunum um hátíðarnar. Sem dæmi um aukna fjölbreytni í helgihaldi segir sr. Jón Dalbú að víða sé nú boðið upp á samverustund síðdegis á aðfangadag sem henti t.d. barnafjölskyldum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar