Samúel Kristjánsson

Jim Smart

Samúel Kristjánsson

Kaupa Í körfu

Samúel Kristjánsson hefur alltaf haft gaman af mörgum og margvíslegum verkefnum. Hann tók virkan þátt í félagslífinu í Verzlunarskóla Íslands. Eitt af því sem hann fékkst við í skólanum var seta í nemendamótsnefnd skólans, en nefndin setti upp söngleikinn Wake me up before you go-go, sem sýndur var í Borgarleikhúsinu. Söngleikurinn naut vinsælda og var ákveðið að halda sýningum áfram um sumarið 2001, eftir að Samúel útskrifaðist með stúdentspróf. Samúel tók verkið að sér og stofnaði fyrirtæki um söngleikinn. 1001 nótt hefur ekki eingöngu haslað sér völl í markaðs- og kynningarmálum fyrir fyrirtæki, því fyrir jólin komu út fimm geisladiskar með íslenskri tónlist. "Ég hef mikinn áhuga á útgáfumálum og vil helst starfa við úrvals söngleiki, tónleika og annað menningartengt, en fyrirtækið verður að sinna ýmsu öðru, því við höfum ekki bolmagn í slíkt starf eingöngu. Innan 1001 nætur er svokölluð skemmtistofa, sem stóð meðal annars að Quarashi-tónleikunum í haust og tók einnig þátt í leikritinu Rómeó og Júlíu með leikhópnum í Vesturporti, auk þess að gefa svo út fimm geisladiska fyrir jólin."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar