Tilraunastöð Hafrannsóknastofnunar á Stað

Garðar Páll Vignisson

Tilraunastöð Hafrannsóknastofnunar á Stað

Kaupa Í körfu

Framleiðsla þorskseiða hefur aukist mjög í tilraunastöð Hafrannsóknastofnunar á Stað en það er grundvöllur aukins þorskeldis við landið. Þótt Íslendingar séu ekki alltaf sammála um sjávarútvegsmál virðast þó allir vera sammála um að of fáir þorskar séu í sjónum við landið. Hafrannsóknastofnunin hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í þessari umræðu og sýnist sitt hverjum um ráðgjöf stofnunarinnar í fiskveiðimálum. Það vita hins vegar ekki allir að Hafrannsóknastofnunin á tilraunaeldisstöð skammt frá Grindavík, nánar tiltekið að Stað, þar sem verið er að beita nýjum aðferðum við það að stækka þorskstofninn. Myndatexti: Agnar Steinarsson og Njáll Jónsson færa þorskseiði á milli íláta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar