Írafár Birgitta Haukdal

Hafþór Hreiðarsson

Írafár Birgitta Haukdal

Kaupa Í körfu

Hljómsveitin Írafár er vinsæl meðal barna og unglinga, en mikill áhugi var meðal barna á Húsavík á tónleikum sveitarinnar á Fosshóteli Húsavík á dögunum. Hljómsveitin stóð vel undir væntingum og fékk Birgitta áhorfendur til að syngja með lögum sveitarinnar. Að tónleikunum loknum áritaði hljómsveitin plaköt og geisladiska fyrir börnin. Þá vildu margir fá Birgittu til að vera með sér á mynd sem hún og gerði af sinni alkunnu ljúfmennsku. Reinhard Reynisson bæjarstjóri færði Birgittu gjöf frá Húsavíkurbæ, sagði það þakklætisvott til hennar þar sem hún héldi mjög á lofti sínum heimabæ sem og gildi fjölskyldunnar auk þess sem hún væri góð fyrirmynd æskunnar í landinu. MYNDATEXTI. Mikil ásókn var hjá börnunum í að fá áritun á plaköt og geisladiska hjá Birgittu og félögum hennar í Írafári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar