Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins 2002

Þorkell Þorkelsson

Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins 2002

Kaupa Í körfu

"VERÐLAUN eru alltaf dálítið hættuleg," sagði Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Magdeburg í Þýskalandi, eftir að hann tók við viðurkenningu sinni sem íþróttamaður ársins 2002 í gærkvöldi. Samtök íþróttafréttamanna kusu Ólaf íþróttamann ársins með fáheyrðum yfirburðum því hann fékk 410 atkvæði af 420 mögulegum. Örn Arnarson sundkappi varð í öðru sæti með 183 atkvæði og Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður þriðji með 157 atkvæði. Myndatexti: Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður er íþróttamaður ársins 2002. Hann fékk 410 stig af 420 mögulegum í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna, sem völdu íþróttamann ársins í 47. sinn í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar