Ísland - Slóvenía 37:29

Sverrir Vilhelmsson

Ísland - Slóvenía 37:29

Kaupa Í körfu

KAPLAKRIKI hefur í gegnum tíðina reynst íslenska landsliðinu í handknattleik happadrjúgur heimavöllur og engin breyting varð á því á laugardaginn þegar Íslendingar lögðu Slóvena, 37:29, í fyrsta af þremur æfingaleikjum þjóðanna. Góður endasprettur færði íslenska liðinu öruggan sigur. Það gerði átta mörk gegn einu á lokakaflanum og það má með sanni segja að Slóvenar hafi sprungið á limminu eftir að hafa staðið uppi í hárinu á Íslendingum mestallan tímann. MyndatextiLGuðjón Valur Sigurðsson skorar eitt af ellefu mörkum sínum gegn Slóvenum í Kaplakrika, sem er mesta skor hans í landsleik. Hann hafði áður skorað mest tíu mörk í leik gegn Bandaríkjunum á Selfossi 2001. Guðjón Valur átti stórgóðan leik og réðu Slóvenar ekki við hraða hans. Ísland sigraði Slóveníu, 37:29, í fyrsta vináttulandsleik þjóðanna í handknattleik karla af þremur sem fram fór í Kaplakrika í dag. Staðan í hálfleik var 16:16.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar