Breiðablik - Haukar 96:102

Sverrir Vilhelmsson

Breiðablik - Haukar 96:102

Kaupa Í körfu

HAUKAR úr Hafnarfirði heimsóttu nágranna sína í Breiðabliki í Intersport-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Eftir jafnan og spennandi leik voru það gestirnir sem stóðu uppi sem sigurvegarar 96:102. Þeir komu sér þar með í 4. sæti deildarinnar en Breiðablik er hins vegar ekki í góðum málum, hefur enn aðeins unnið þrjá leiki og eru einu sæti fyrir ofan fallsæti. Myndatexti: Stevie Johnson sendir knöttinn í körfuna hjá Blikum, en hann skoraði 34 stig fyrir Hauka. Kenneth Tate, sem skoraði 20 stig fyrir Blika, kemur engum vörnum við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar