Sólstafir yfi Vestmannaeyjum

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sólstafir yfi Vestmannaeyjum

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var engu líkara en sjálfur himnafaðirinn væri að kíkja niður til Vestmannaeyja af himnum ofan til að athuga hvort allt væri þar með felldu í upphafi nýs árs þegar glóandi geislar sólarinnar þröngvuðu sér í gegnum þykk skýin á þriðja degi ársins. Svo virðist sem eldur brenni á bak við skýjaþykknið, svo sterk er birtan séð frá ströndinni austan við Stokkseyri. EKKI ANNAR TEXTI (Daginn lengir nú um hænufet og ekki dregur úr þegar sólin sendir geisla sína í gegnum skýjaþyknið á haf og land . Myndin er tekin frá suðurströndinni austan við Stokkseyri á þriðja degi ársins.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar