Hundaþjálfun - Hundaþjálfunarfélag Íslands

Ingólfur Guðmundsson

Hundaþjálfun - Hundaþjálfunarfélag Íslands

Kaupa Í körfu

Námskeið fyrir hunda og menn MIKIL og góð þátttaka hefur verið á námskeiðum á vegum Hundaræktunarfélags Íslands, HRFÍ, þar sem hundum er kennt að sækja hluti./Námskeiðin eru haldin í Sólheimakoti, skammt frá Hafravatni. Á myndinni má sjá þá Sigurð Magnússon hundaþjálfara, Ara Svavarsson hundaeiganda og Sigurmon Hreinsson hundaþjálfara leggja labradorhundinum Kolkuósi Loga lífsreglurnar. Sigurður fékk nýlega dóma. ENGINN MYNDATEXTI. Mikil fjölgun hefur verið á sækinámskeiði á vegum HRFI í vetur. Á grunnnámskeiðinu eru skráðir 25 hundar sem er um 80% af fæddum retriever hvolpum á síðasta ári þ.e.a.s. ættbókafærðir hvolpar hjá HRFI. Flestir hafa þeir farið á hvolpanámskeið áður. Hundinum er kennt að nota meðfædda eiginleika sína og eigendum þessara hunda er kennt að skilja það tjáningarform sem hundurinn notar. Að námskeiðunum loknum á hundurinn að geta komist í gegnum veiðipróf.Námskeiðin er haldin í Sólheimakoti á laugardögum, á myndinni eru þjálfarnir Sigurður Magnússon og Sigurmon Hreinsson að kynna labrador hundinum Kolkuós Loga fyrir bráð, Kolkuós Logi var ekki alveg á því að koma með bráðina til eiganda síns Ara Svarssonar enda ekki nema tæplega einsárs gamall þá er gott að vera með tvo reynda þálfara sér til aðstoðar,Kolkuós Logi ætlar að fara með "pabba" sínum á fyrsta veiðipróf ársins 27. april sem verður haldið á Akranesi. Sigurður Magnússon hundaþjálfari verður dómari, þetta er hans fyrsta veiðipróf en hann öðlaðist dómararéttindi seint á síðasta ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar