Slys í Fnjóskadal - Bílvelta

Skapti Hallgrímsson

Slys í Fnjóskadal - Bílvelta

Kaupa Í körfu

Annríki hjá slökkviliði um helgina og nokkur útköll á sama tíma Rúður sprengdar, bílveltur og sinueldur TVÆR rúður voru sprengdar inn í kennslustofu í Glerárskóla á sunnudagskvöld, en Slökkvilið Akureyrar fékk boð frá sjálfvirku eldviðvörunarkerfi skólans og fór þegar á staðinn. Svo virðist sem um heimatilbúnar sprengjur væri að ræða, en þær höfðu verið límdar á gluggana og sprengdar þar. Glerbrotum rigndi inn um alla stofu og urðu af nokkrar skemmdir. MYNDATEXTI: Mikið annríki var hjá Slökkviliði Akureyrar um helgina, m.a. urðu tvær bílveltur í Fnjóskadal á laugardagskvöld. (Bílslys í Fnjóskadal, á flatanum skömmu áður en lagt er á Víkurskarðið, seint á laugardagskvöldi 11. janúar. Tveir bílar lentu út af, sinn hvoru megin. Talsverðan tíma tók að ná ökumanni þessa jeppa út úr bílnum en hér verið að bera hann úr bílnum, og í sjúkrabíl.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar